Vertu öðlingur Darri Johansen skrifar 22. janúar 2011 06:15 Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar