Tónlistarferillinn Pearl Jam að þakka 1. júlí 2010 07:30 Magna dreymir um að fá Pearl Jam til landsins. „Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins," segir Magni Ásgeirsson söngvari og aðdáandi rokksveitarinnar Pearl Jam. Magni og nokkrir valinkunnir tónlistarmenn eru að skipuleggja tónleika til heiðurs Pearl Jam á Sódómu annað kvöld. „Það er eiginlega þeim að þakka, og þá helst söngvaranum Eddie Vedder, að ég fór út í þennan bransa, ja, þakka eða kenna," segir Magni. Pearl Jam gaf það út á dögunum að Ísland væri á óskalista sínum yfir staði til að sækja heim en lengi hefur staðið til að fá sveitina til landsins. „Ég veit til þess að margir hafa reynt að fá Pearl Jam hingað og rétt fyrir hrunið var það nánast í höfn, en svo fór sem fór og íslenska krónan ekki þessum mönnum bjóðandi," segir Magni en hann hefur verið aðdáandi sveitarinnar frá því hann var 12 ára og platan Ten kom út. „Ég fór á tónleika með þeim í Danmörku fyrir um tveimur árum síðan. Það var í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í Danmörku frá slysinu á Hróarskelduhátíðinni árið 2000. Það voru magnaðir og tilfinningaþrungnir tónleikar," segir Magni og heldur í vonina um að sveitin komi hingað fyrr en seinna. Að sögn Magna munu áhorfendur fá að heyra allt frá ballöðum að rokklögum sveitarinnar á tónleikunum en spurður um sitt uppáhaldslag með Pearl Jam vefst honum tungu um tönn. „Ég get ómögulega valið eitt lag því fyrir mér er platan Ten eitt stórt frábært lag. Pearl Jam er hljómsveit sem gerir þetta fyrir tónlistina en ekki peninginn." - áp Innlent Menning Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
„Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins," segir Magni Ásgeirsson söngvari og aðdáandi rokksveitarinnar Pearl Jam. Magni og nokkrir valinkunnir tónlistarmenn eru að skipuleggja tónleika til heiðurs Pearl Jam á Sódómu annað kvöld. „Það er eiginlega þeim að þakka, og þá helst söngvaranum Eddie Vedder, að ég fór út í þennan bransa, ja, þakka eða kenna," segir Magni. Pearl Jam gaf það út á dögunum að Ísland væri á óskalista sínum yfir staði til að sækja heim en lengi hefur staðið til að fá sveitina til landsins. „Ég veit til þess að margir hafa reynt að fá Pearl Jam hingað og rétt fyrir hrunið var það nánast í höfn, en svo fór sem fór og íslenska krónan ekki þessum mönnum bjóðandi," segir Magni en hann hefur verið aðdáandi sveitarinnar frá því hann var 12 ára og platan Ten kom út. „Ég fór á tónleika með þeim í Danmörku fyrir um tveimur árum síðan. Það var í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í Danmörku frá slysinu á Hróarskelduhátíðinni árið 2000. Það voru magnaðir og tilfinningaþrungnir tónleikar," segir Magni og heldur í vonina um að sveitin komi hingað fyrr en seinna. Að sögn Magna munu áhorfendur fá að heyra allt frá ballöðum að rokklögum sveitarinnar á tónleikunum en spurður um sitt uppáhaldslag með Pearl Jam vefst honum tungu um tönn. „Ég get ómögulega valið eitt lag því fyrir mér er platan Ten eitt stórt frábært lag. Pearl Jam er hljómsveit sem gerir þetta fyrir tónlistina en ekki peninginn." - áp
Innlent Menning Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira