Tónlistarferillinn Pearl Jam að þakka 1. júlí 2010 07:30 Magna dreymir um að fá Pearl Jam til landsins. „Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins," segir Magni Ásgeirsson söngvari og aðdáandi rokksveitarinnar Pearl Jam. Magni og nokkrir valinkunnir tónlistarmenn eru að skipuleggja tónleika til heiðurs Pearl Jam á Sódómu annað kvöld. „Það er eiginlega þeim að þakka, og þá helst söngvaranum Eddie Vedder, að ég fór út í þennan bransa, ja, þakka eða kenna," segir Magni. Pearl Jam gaf það út á dögunum að Ísland væri á óskalista sínum yfir staði til að sækja heim en lengi hefur staðið til að fá sveitina til landsins. „Ég veit til þess að margir hafa reynt að fá Pearl Jam hingað og rétt fyrir hrunið var það nánast í höfn, en svo fór sem fór og íslenska krónan ekki þessum mönnum bjóðandi," segir Magni en hann hefur verið aðdáandi sveitarinnar frá því hann var 12 ára og platan Ten kom út. „Ég fór á tónleika með þeim í Danmörku fyrir um tveimur árum síðan. Það var í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í Danmörku frá slysinu á Hróarskelduhátíðinni árið 2000. Það voru magnaðir og tilfinningaþrungnir tónleikar," segir Magni og heldur í vonina um að sveitin komi hingað fyrr en seinna. Að sögn Magna munu áhorfendur fá að heyra allt frá ballöðum að rokklögum sveitarinnar á tónleikunum en spurður um sitt uppáhaldslag með Pearl Jam vefst honum tungu um tönn. „Ég get ómögulega valið eitt lag því fyrir mér er platan Ten eitt stórt frábært lag. Pearl Jam er hljómsveit sem gerir þetta fyrir tónlistina en ekki peninginn." - áp Innlent Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
„Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins," segir Magni Ásgeirsson söngvari og aðdáandi rokksveitarinnar Pearl Jam. Magni og nokkrir valinkunnir tónlistarmenn eru að skipuleggja tónleika til heiðurs Pearl Jam á Sódómu annað kvöld. „Það er eiginlega þeim að þakka, og þá helst söngvaranum Eddie Vedder, að ég fór út í þennan bransa, ja, þakka eða kenna," segir Magni. Pearl Jam gaf það út á dögunum að Ísland væri á óskalista sínum yfir staði til að sækja heim en lengi hefur staðið til að fá sveitina til landsins. „Ég veit til þess að margir hafa reynt að fá Pearl Jam hingað og rétt fyrir hrunið var það nánast í höfn, en svo fór sem fór og íslenska krónan ekki þessum mönnum bjóðandi," segir Magni en hann hefur verið aðdáandi sveitarinnar frá því hann var 12 ára og platan Ten kom út. „Ég fór á tónleika með þeim í Danmörku fyrir um tveimur árum síðan. Það var í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í Danmörku frá slysinu á Hróarskelduhátíðinni árið 2000. Það voru magnaðir og tilfinningaþrungnir tónleikar," segir Magni og heldur í vonina um að sveitin komi hingað fyrr en seinna. Að sögn Magna munu áhorfendur fá að heyra allt frá ballöðum að rokklögum sveitarinnar á tónleikunum en spurður um sitt uppáhaldslag með Pearl Jam vefst honum tungu um tönn. „Ég get ómögulega valið eitt lag því fyrir mér er platan Ten eitt stórt frábært lag. Pearl Jam er hljómsveit sem gerir þetta fyrir tónlistina en ekki peninginn." - áp
Innlent Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira