Umfjöllun: Framstúlkur í úrslit Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 19:04 Mynd/Daníel Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira