Krabbamein hjá körlum Laufey Tryggvadóttir skrifar 6. mars 2010 06:00 Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun