Brosnan hermdi ekki eftir Tony Blair 8. apríl 2010 06:00 Brosnan þykir ansi líkur Tony Blair í kvikmyndinni The Ghost Writer. Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér." Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér."
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira