Merk tímamót Einar Benediktsson skrifar 22. júní 2010 06:30 Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar