Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta 17. mars 2010 14:03 Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira