Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Pólitísk leikatriði 14. maí 2010 06:00 Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál. Málið, sem sagt var umdeilt, var áform borgarinnar um að auglýsa eftir eldri húsum og lóðum til að gera upp og fegra. Síðar kom reyndar fram að fullyrðingarnar væru ekki réttar. Aðeins hefði verið um að ræða kynningu á verkefni sem áður hafði verið kynnt annars staðar og sett í fjárhagsáætlun. Finna eitthvað – en ekki lausnirAtriðið er hins vegar í takt við annað sem kemur frá Samfylkingunni í borginni. Fulltrúar flokksins reka pólitík sem gengur út á að finna eitthvað, bara eitthvað atriði, til að ná eins og einni eða tveimur fyrirsögnum áður en upp kemst um hversu lítilfjörlegur eða rangur málflutningurinn er. Þetta eru aðferðirnar sem hafa stundum gert borgarpólitíkina óþolandi. Yfirleitt nenna menn ekki að elta ólar við þessi endalausu auglýsingaatriði fólks sem hefur enga raunverulega gagnrýni (hvað þá lausnir) fram að færa, en með bókuninni í framkvæmda og eignaráði náði ósvífnin þó slíkum hæðum að ekki er annað hægt en að gera við það athugasemd. Hagkvæm verkefni fyrir lítiðBorgin hyggst leita húsa til að gera upp á vegum svo kallaðs Völundarverkefnis sem hefur verið ákaflega vel heppnað atvinnusköpunar og endurmenntunarverkefni. Að vísu hefur það aðallega skapað verkefni fyrir karlmenn úr byggingariðnaði og hönnuði. Líklega eru þær stéttir ekki efstar á blaði hjá Samfylkingarfulltrúunum. Hvergi er þó atvinnuleysið meira og varla hægt að setja út á að sköpuð séu verkefni fyrir menn sem eru tilbúnir til að mennta sig og vinna, fyrir sáralítil laun, við að fegra umhverfi borgarbúa og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Fá verkefni geta talist eins hagkvæm fyrir borgina enda liggur kostnaðurinn fyrst og fremst í launum sem ella væru greiddur sem atvinnuleysisbætur. Hins vegar þarf að kaupa hús áður en þau eru lagfærð og seld aftur. Kostnaðurinn við það er afleiðing af hræðilegri skipulagsstefnu sem mörkuð var í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar sem lengi hélt fast um þann málaflokk. Undir forystu flokksins var innleitt skipulag sem á sér enga hliðstæðu í sögulegum miðbæjum vestrænna borga undanfarin 40 árin. Reyndar hafði mönnum ekki dottið annað eins í hug í borginni frá 1962 þegar síðast var kynnt sambærileg nálgun í skipulagsmálum. Að kaupa loftið - skriðjökull við Hverfisgötu Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra keypti Laugaveg 4-6 fyrir 580 milljónir (sem reyndar er óskiljanlega hátt verð) var ekki verið að kaupa húsin. Þau gat borgin fengið gefins. Það var verið að kaupa loft. Kaupa burt svo kallaðan „byggingarrétt" sem útdeilt hafði verið samkvæmt hinu nýja skipulagi. Búið var til loftbóluskipulag sem gaf hlutabréfabólunni ekkert eftir. Í borginni átti að færa hinar uppblásnu tölur í reikningum banka og eignarhaldsfélaga í stál og gler. Smátt og sjálfbært var úti. Stór verkefni sem þurftu stöðugt að stækka til að falla ekki saman voru inni. Undir forystu Samfylkingarinnar var skipulagssjóði borgarinnar breytt í fasteignabraskara sem keypti gömul og reisuleg hús til að rífa þau og selja lóðirnar undir skýjaborgir. Svo komu bankar og eignarhaldsfélög inn af fullum krafti og þá stóð aldeilis ekki á Samfylkingarfulltrúunum, sem nú hneykslast, að bæta í byggingarmagnið. Fjárfestingafélag átti að fá að byggja húsnæði á stærð við 3 Tollstjórahús við Laugaveg og við Hverfisgötu var gert ráð fyrir heilum skriðjökli. Skuggalegt skipulagÍbúar í Skuggahverfi voru hraktir úr íbúðum sínum og neyddir til að selja. Þeir sögðu svo sögu sína eftir að Samfylkingarfulltrúarnir höfðu tjáð sig einum of oft um það í fjölmiðlum hvað allt hefði verið unnið í góðu samráði við íbúa hverfisins. Enn er sama fólk við sama heygarðshornið. Í nýlegu fjölmiðlaatriði oddvita Samfylkingarinnar, birtist hann, til að lýsa því yfir að rannsaka þyrfti hvers vegna hefði verið skipulagt allt of mikið íbúðarhúsnæði í úthverfum Reykjavíkur. -Maðurinn sem átti hvað mestan þátt í að skipuleggja það. Það færi vel á því að næst þegar borgarfulltrúar Samfylkingarinnar búa sér til pólitískt leikatriði í aðdraganda kosninganna snúist það um annað en skipulagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál. Málið, sem sagt var umdeilt, var áform borgarinnar um að auglýsa eftir eldri húsum og lóðum til að gera upp og fegra. Síðar kom reyndar fram að fullyrðingarnar væru ekki réttar. Aðeins hefði verið um að ræða kynningu á verkefni sem áður hafði verið kynnt annars staðar og sett í fjárhagsáætlun. Finna eitthvað – en ekki lausnirAtriðið er hins vegar í takt við annað sem kemur frá Samfylkingunni í borginni. Fulltrúar flokksins reka pólitík sem gengur út á að finna eitthvað, bara eitthvað atriði, til að ná eins og einni eða tveimur fyrirsögnum áður en upp kemst um hversu lítilfjörlegur eða rangur málflutningurinn er. Þetta eru aðferðirnar sem hafa stundum gert borgarpólitíkina óþolandi. Yfirleitt nenna menn ekki að elta ólar við þessi endalausu auglýsingaatriði fólks sem hefur enga raunverulega gagnrýni (hvað þá lausnir) fram að færa, en með bókuninni í framkvæmda og eignaráði náði ósvífnin þó slíkum hæðum að ekki er annað hægt en að gera við það athugasemd. Hagkvæm verkefni fyrir lítiðBorgin hyggst leita húsa til að gera upp á vegum svo kallaðs Völundarverkefnis sem hefur verið ákaflega vel heppnað atvinnusköpunar og endurmenntunarverkefni. Að vísu hefur það aðallega skapað verkefni fyrir karlmenn úr byggingariðnaði og hönnuði. Líklega eru þær stéttir ekki efstar á blaði hjá Samfylkingarfulltrúunum. Hvergi er þó atvinnuleysið meira og varla hægt að setja út á að sköpuð séu verkefni fyrir menn sem eru tilbúnir til að mennta sig og vinna, fyrir sáralítil laun, við að fegra umhverfi borgarbúa og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Fá verkefni geta talist eins hagkvæm fyrir borgina enda liggur kostnaðurinn fyrst og fremst í launum sem ella væru greiddur sem atvinnuleysisbætur. Hins vegar þarf að kaupa hús áður en þau eru lagfærð og seld aftur. Kostnaðurinn við það er afleiðing af hræðilegri skipulagsstefnu sem mörkuð var í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar sem lengi hélt fast um þann málaflokk. Undir forystu flokksins var innleitt skipulag sem á sér enga hliðstæðu í sögulegum miðbæjum vestrænna borga undanfarin 40 árin. Reyndar hafði mönnum ekki dottið annað eins í hug í borginni frá 1962 þegar síðast var kynnt sambærileg nálgun í skipulagsmálum. Að kaupa loftið - skriðjökull við Hverfisgötu Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra keypti Laugaveg 4-6 fyrir 580 milljónir (sem reyndar er óskiljanlega hátt verð) var ekki verið að kaupa húsin. Þau gat borgin fengið gefins. Það var verið að kaupa loft. Kaupa burt svo kallaðan „byggingarrétt" sem útdeilt hafði verið samkvæmt hinu nýja skipulagi. Búið var til loftbóluskipulag sem gaf hlutabréfabólunni ekkert eftir. Í borginni átti að færa hinar uppblásnu tölur í reikningum banka og eignarhaldsfélaga í stál og gler. Smátt og sjálfbært var úti. Stór verkefni sem þurftu stöðugt að stækka til að falla ekki saman voru inni. Undir forystu Samfylkingarinnar var skipulagssjóði borgarinnar breytt í fasteignabraskara sem keypti gömul og reisuleg hús til að rífa þau og selja lóðirnar undir skýjaborgir. Svo komu bankar og eignarhaldsfélög inn af fullum krafti og þá stóð aldeilis ekki á Samfylkingarfulltrúunum, sem nú hneykslast, að bæta í byggingarmagnið. Fjárfestingafélag átti að fá að byggja húsnæði á stærð við 3 Tollstjórahús við Laugaveg og við Hverfisgötu var gert ráð fyrir heilum skriðjökli. Skuggalegt skipulagÍbúar í Skuggahverfi voru hraktir úr íbúðum sínum og neyddir til að selja. Þeir sögðu svo sögu sína eftir að Samfylkingarfulltrúarnir höfðu tjáð sig einum of oft um það í fjölmiðlum hvað allt hefði verið unnið í góðu samráði við íbúa hverfisins. Enn er sama fólk við sama heygarðshornið. Í nýlegu fjölmiðlaatriði oddvita Samfylkingarinnar, birtist hann, til að lýsa því yfir að rannsaka þyrfti hvers vegna hefði verið skipulagt allt of mikið íbúðarhúsnæði í úthverfum Reykjavíkur. -Maðurinn sem átti hvað mestan þátt í að skipuleggja það. Það færi vel á því að næst þegar borgarfulltrúar Samfylkingarinnar búa sér til pólitískt leikatriði í aðdraganda kosninganna snúist það um annað en skipulagsmál.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar