Að semja eða semja ekki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. ágúst 2010 10:51 Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun