Hvert Evrópuskref eykur atvinnu Össur Skarphéðinsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun