Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í níunda sæti á Algarve Cup. Liðið vann Portúgal 3-0 í leik um þetta sæti mótsins.
Staðan í hálfleik var markalaus en snemma í seinni hálfleik kom Hólmfríður Magnúsdóttir íslenska liðinu yfir. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sem var að spila á miðjunni slapp svo ein í gegn á 63. mínútu og skoraði.
Dóra María Lárusdóttir innsiglaði svo sigurinn í uppbótartíma með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Íslenska liðið var mun betri aðilinn í seinni hálfleiknum eftir að sá fyrri var tíðindalítill.