Vilja byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins 13. janúar 2010 05:00 Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, situr fyrir miðju. Hátíðin á að stuðla að sýnileika íslenskrar hönnunar á erlendum vettvangi.Mynd/Hörður ellert ólafsson Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm RFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm
RFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira