Una hannar eigin fatalínu 22. febrúar 2010 05:00 Una Hlín Kristjánsdóttir fatahönnuður hefur hannað sína fyrstu línu undir heitinu Royal Extreme. Una, sem er á myndinni lengst til vinstri, segist hafa mikla trú á þessu verkefni sínu þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur hannað sína fyrstu fatalínu undir heitinu Royal Extreme. Hún segir að fólk verði að láta drauma sína rætast þrátt fyrir kreppu og peningaleysi. Una Hlín Kristjánsdóttir, fatahönnuður, hefur hannað sína fyrstu fatalínu sem ber heitið Royal Extreme og eru einkunarorð Unu Hlínar „More is more, less is a bore“, sem þýða mætti sem „Meira er meira, minna er leiðigjarnt“. Una Hlín útskrifaðist frá handmenntarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti á sínum tíma og þaðan lá leiðin í almenna hönnun í Iðnskólanum og loks í Listaháskólann þar sem hún nam fatahönnun. Undanfarin tvö ár hefur hún starfað sem framleiðslustjóri hjá hönnunarfyrirtækinu Andersen & Lauth en hefur sagt upp starfi sínu þar til að elta drauma sína. „Ég hef lært ótrúlega mikið af því starfa hjá Andersen & Lauth og sú reynsla sem ég tek með mér þaðan er alveg ómetanleg, enda getur þetta framleiðslukerfi verið afskaplega flókið. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera mína eigin línu núna var sú að ég hafði þörf fyrir að skapa meira. Í fyrstu ætlaði ég aðeins að byrja á lítilli fylgihlutalínu en ákvað svo að fara með þetta alla leið og gera eina heilsteypta fatalínu og setja hana í framleiðslu. Ég ákvað að elta drauminn um að verða sjálfstætt starfandi hönnuður,“ útskýrir Una Hlín. Línan inniheldur tuttugu og fimm hluti, allt frá sokkum og sokkabuxum til kjóla, jakka og tösku. Vörurnar eru framleiddar á Indlandi og eru flíkurnar allar handunnar enda mikið um skemmtileg smáatriði í hönnun Unu Hlínar. Aðspurð segist hún hafa fundið fyrir miklum áhuga manna á Royal Extreme og sé það mikil hvatning. „Þótt það séu erfiðir tímar núna og lítið um peninga þá verður maður bara að leyfa sér að gera svona hluti. Ég hef mikla trú á þessu verkefni og ég veit að þetta á eftir að ganga vel, en auðvitað hef ég stundum fengið í magann af áhyggjum. Þessa dagana er ég svo að vinna í því að fá fjárfesta með mér í verkefnið svo ég þurfi ekki að gera þetta algjörlega ein.“ Una Hlín er einn þeirra hönnuða sem taka munu þátt í tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival nú í mars. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hönnun Unu Hlínar er bent á vefsíðuna www.beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is Royal Extreme Una hlín sótti innblástur meðal annars til bóhema sjötta áratugarins. Flíkurnar eru fallegar og mikið er um einstök smáatriði í hönnun Unu Hlínar. RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur hannað sína fyrstu fatalínu undir heitinu Royal Extreme. Hún segir að fólk verði að láta drauma sína rætast þrátt fyrir kreppu og peningaleysi. Una Hlín Kristjánsdóttir, fatahönnuður, hefur hannað sína fyrstu fatalínu sem ber heitið Royal Extreme og eru einkunarorð Unu Hlínar „More is more, less is a bore“, sem þýða mætti sem „Meira er meira, minna er leiðigjarnt“. Una Hlín útskrifaðist frá handmenntarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti á sínum tíma og þaðan lá leiðin í almenna hönnun í Iðnskólanum og loks í Listaháskólann þar sem hún nam fatahönnun. Undanfarin tvö ár hefur hún starfað sem framleiðslustjóri hjá hönnunarfyrirtækinu Andersen & Lauth en hefur sagt upp starfi sínu þar til að elta drauma sína. „Ég hef lært ótrúlega mikið af því starfa hjá Andersen & Lauth og sú reynsla sem ég tek með mér þaðan er alveg ómetanleg, enda getur þetta framleiðslukerfi verið afskaplega flókið. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera mína eigin línu núna var sú að ég hafði þörf fyrir að skapa meira. Í fyrstu ætlaði ég aðeins að byrja á lítilli fylgihlutalínu en ákvað svo að fara með þetta alla leið og gera eina heilsteypta fatalínu og setja hana í framleiðslu. Ég ákvað að elta drauminn um að verða sjálfstætt starfandi hönnuður,“ útskýrir Una Hlín. Línan inniheldur tuttugu og fimm hluti, allt frá sokkum og sokkabuxum til kjóla, jakka og tösku. Vörurnar eru framleiddar á Indlandi og eru flíkurnar allar handunnar enda mikið um skemmtileg smáatriði í hönnun Unu Hlínar. Aðspurð segist hún hafa fundið fyrir miklum áhuga manna á Royal Extreme og sé það mikil hvatning. „Þótt það séu erfiðir tímar núna og lítið um peninga þá verður maður bara að leyfa sér að gera svona hluti. Ég hef mikla trú á þessu verkefni og ég veit að þetta á eftir að ganga vel, en auðvitað hef ég stundum fengið í magann af áhyggjum. Þessa dagana er ég svo að vinna í því að fá fjárfesta með mér í verkefnið svo ég þurfi ekki að gera þetta algjörlega ein.“ Una Hlín er einn þeirra hönnuða sem taka munu þátt í tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival nú í mars. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hönnun Unu Hlínar er bent á vefsíðuna www.beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is Royal Extreme Una hlín sótti innblástur meðal annars til bóhema sjötta áratugarins. Flíkurnar eru fallegar og mikið er um einstök smáatriði í hönnun Unu Hlínar.
RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“