Formaður má ekki segja frá 15. júní 2010 06:00 Jón Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira