Fótbolti

Inter varð ítalskur bikarmeistari í kvöld og á enn möguleika á þrennunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho kyssir bikarinn í leikslok.
Jose Mourinho kyssir bikarinn í leikslok. Mynd/AFP

Inter Milan tryggði sér í kvöld ítalska bikarmeistaratitilinn eftir 1-0 sigur á Roma í úrslitaleiknum á Ólympíu-leikvanginum í Róm. Þetta er sjötti bikarmeistaratitill félagsins og sá fyrsti frá árinu 2006.

Argentínumaðurinn Diego Milito skoraði eina mark leiksins eftir stungusendingu fimm mínútum fyrir hálfleik. Francesco Totti, fyrirliði Roma, fékk rauða spjaldið á 88. mínútu leiksins.

Jose Mourinho, þjálfari Inter, á því enn möguleika á að vinna þrennuna með liði sínu. Inter er á toppnum í deildinni með tveggja stiga forskot þegar tvær umferðir eru eftir og er líka komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Bayern Munchen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×