Árangur AGS-samstarfs Árni Páll Árnason skrifar 29. september 2010 06:00 Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar