AC Milan hélt lífi í meistaravonum sínum þegar liðið vann ævintýralegan sigur á Fiorentina í kvöld, 1-2.
Alberti Gilardino, fyrrum leikmaður AC Milan, kom Fiorentina yfir á 14. mínútu og fátt benti til annars en að það mark myndi duga til sigurs er Milan hóf endurkomu sína.
Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar jafnaði leikinn fyrir Milan á 81. mínútu og Pato skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma.
Milan þar með aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Inter.