Áhersla á erlendar nýfjárfestingar Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. desember 2010 06:00 Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki aðeins mikilvæg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt. Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að vinna ítarlega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórnvalda og stuðningi við markaðssetningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjárfestingar verið einhæfar og frumkvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar viðræðna við orkufyrirtækin. Í ljósi þess hve mikilvægar fjölbreyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahagslífsins, rammalöggjafar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í samstarfi Fjárfestingarstofu og nýrrar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefndin fer yfir skýrslu PWC, stefnumótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfestingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnugreinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhugasömum fjárfestum. Á sama tíma eru það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesavedeilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjármögnun orkuframkvæmda á eðlilegum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyrismálum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki aðeins mikilvæg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt. Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að vinna ítarlega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórnvalda og stuðningi við markaðssetningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjárfestingar verið einhæfar og frumkvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar viðræðna við orkufyrirtækin. Í ljósi þess hve mikilvægar fjölbreyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahagslífsins, rammalöggjafar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í samstarfi Fjárfestingarstofu og nýrrar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefndin fer yfir skýrslu PWC, stefnumótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfestingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnugreinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhugasömum fjárfestum. Á sama tíma eru það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesavedeilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjármögnun orkuframkvæmda á eðlilegum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyrismálum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar