Haukur Már Helgason: Réttlæti í plastdollu 8. maí 2010 06:00 Ákæru á hendur níu mótmælendum vetrarins 2008 til 2009 er ekki aðeins beint gegn læknanemanum, myndlistarmanninum, leikskólakennaranum, líftæknifræðingnum eða öðrum aðgerðasinnum í hópi sakborninga. Hún beinist gegn öllum þeim sem líta svo á að vald ríkisins sé háð vilja fólksins.16 ár Þvert á það sem ætla mætti af ónákvæmum fréttaflutningi flestra miðla snýst meginákæran ekki um bætur fyrir tognaðan þumal þingvarðar eða að í ryskingum var bitið í eyra lögreglumanns. Það er ekki fyrir þetta sem allt að 16 ára fangelsisdómur vofir yfir níu manns, heldur fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir „árás á Alþingi". Í hverju fólst „árásin"? Jú, að ætla að hafa háreysti á opnum þingpöllum, í mótmælaskyni. Þingverðir lokuðu pöllunum, og meinuðu fólkinu aðgang. Lögregla var send á vettvang, króaði fólkið af í stiganum en hleypti því loks út. Að þetta atvik feli í sér árás á Alþingi, en það geri til dæmis ekki búsáhaldabyltingin í janúar 2009, þegar þúsundir rufu þinghald svo þingmenn voru fluttir burt í lögreglufylgd og ríkisstjórn féll, er taktísk túlkun atburða, ákvörðun um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ásetningurinn með ákærunni er útskúfun og refsing fárra, sem hótun til allra þeirra sem gætu viljað byrsta sig á ný. Einu sinni áður hefur verið ákært fyrir árás á Alþingi: eftir mótmælin við þinghúsið 30. mars 1949. Það var „trylltur hvítliðaskríll" samkvæmt Þjóðviljanum sem þá fékk lögreglukylfur til að berja „trylltan kommúnistaskríl", að sögn Morgunblaðsins. Tuttugu mótmælendur voru ákærðir og dæmdir. Sex þeirra misstu kosningarétt og kjörgengi. Um síðir var þeim öllum veitt full sakaruppgjöf, enda dómurinn skýrt mannréttindabrot. Tyftunin entist hins vegar í tæpan mannsaldur: þátttaka í mótmælum varð ekki almenn á ný þar til haustið 2008. Að stjórnvöld fari fram í órétti dregur þannig ekki úr getu þeirra til að kæfa andóf, brjóta vilja og vanvirða líf. Sviðsetning valdsins Um miðjan apríl 2010 mættu eitt hundrað manns á áhorfendabekk í Héraðsdómi til að fylgjast með framvindu dómsmálsins: mættu, horfðu, hlustuðu og þögðu. Dómari ákvað að við þetta yrði ekki unað. Þegar rétturinn kom næst saman, 30. apríl, hafði dómari takmarkað hverjir mega nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til að sækja opin réttarhöld: Þeir 25 sem fá sæti. Fjölmennt lögreglulið var á staðnum, til að sviðsetja það sem Stefán Eiríksson lögreglustjóri nefndi síðar um daginn „leikrit". Hlutverk lögreglu var að hleypa réttarhaldinu upp með því að handtaka tvo áhorfendur í salnum fyrir að vera tveimur of margir. Öllum var brugðið. Sumir grétu. „Þið leikið ykkar hlutverk," sagði lögreglustjóri að viðstöddum útvarpsmanni, „við leikum okkar." Verjandi fór þess á leit við dómarann að fenginn yrði stærri salur næst til að lögregla héldi ekki áfram að græta gesti réttarins að ósekju. Dómarinn svaraði: „Hér inni er það ég sem ræð," tók upp símtól, hringdi í afgreiðslu dómstólsins, heilsaði ritaranum og sagði: „Ætlarðu að taka frá sama sal fyrir mig 12. maí."Plastdolluríkið Guðmundur Andri Thorsson birti á dögunum grein þar sem hann rifjaði upp skýrslu Forsætisráðuneytisins um „ímynd Íslands" frá vorinu 2008, ímynd sem skyldi efla undir kjörorðinu „Kraftur, friður, frelsi". Í greininni sagði hann skýrsluna og ásetninginn að baki vera til marks um fasisma. Greinina nefndi hann raunar „Fasisminn í hlaðinu". Þessu orði hefur ekki verið beitt á prenti, um íslenskar valdastofnanir, langalengi. Guðmundur Andri sagðist feginn því að „áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni," væri liðin tíð. En það er hún ekki. Í byrjun maí kynnti Iðnaðarráðherra markaðsátak til að bregðast við ímyndarskaðanum sem gos undir Eyjafjallajökli hefur valdið Íslandi. 700 milljón króna áætlunin miðast við að nýta „tengslanet almennings" og fá alla Íslendinga til að „segja söguna eins og hún er - vinum okkar, samstarfsfólki og kunningjum í öðrum löndum … kynna kraftinn í stórbrotinni náttúru okkar, náttúrunni sem hefur gert okkur að því sem við erum." Til að „sýna hver við raunverulega erum og hvernig daglegt líf gengur fyrir sig á Íslandi". Það ætti ekki að koma á óvart að þetta verkefni, og önnur framundan, grundvallast á hugmyndum skýrslunnar vandræðalegu og hálf-fasísku. Áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni. Ef við stundum líf okkar sem Tupperware kynningu, getum við nú grætt á daginn og á kvöldin. Farsinn í hlaðinu Auðvitað heitir það ekki lygi að lofa vöru, heldur ímyndarsköpun. Það væri því ónákvæmt að tala um lygara, en þeir sem leggja harðast að sér við sköpun ímynda eiga stundum erfitt með að horfast í augu við raunveruleikann. Líklega voru ráðherrar að fara yfir plastdollukynninguna á ríkisstjórnarfundinum þann 30. apríl, á meðan áhugafólki um réttarfar var vísað frá sýningu vegna sætaskorts. Vegna þess að þar með var fólk á torginu þótti rétt að lauma ráðherrum bakdyramegin út úr Stjórnarráðinu og flytja þá burt í lögreglufylgd. Kannski eru stjórnvöld bara að grínast. Endurflytja gamlan harmleik sem farsa. Kannski segir dómarinn bara „Djók!" þann 12. maí, þegar rétturinn kemur næst saman. Ef ekki gæti þetta orðið ansi kostnaðarsamt. Þar sem sameiginlegur orðaforði ráðamanna snýst um plastdollur og peninga er rétt að þýða þetta svo það skiljist: pólitískar ofsóknir, mannréttindabrot og valdníðsla er ekki heppileg fyrir ímynd landsins. Gæti kostað monní, fleiri myndir af lundum, sundlaugum og sætum húsum. Til að dylja hver við raunverulega erum og hvernig daglegt líf gengur fyrir sig á Íslandi. Ljúga hærra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ákæru á hendur níu mótmælendum vetrarins 2008 til 2009 er ekki aðeins beint gegn læknanemanum, myndlistarmanninum, leikskólakennaranum, líftæknifræðingnum eða öðrum aðgerðasinnum í hópi sakborninga. Hún beinist gegn öllum þeim sem líta svo á að vald ríkisins sé háð vilja fólksins.16 ár Þvert á það sem ætla mætti af ónákvæmum fréttaflutningi flestra miðla snýst meginákæran ekki um bætur fyrir tognaðan þumal þingvarðar eða að í ryskingum var bitið í eyra lögreglumanns. Það er ekki fyrir þetta sem allt að 16 ára fangelsisdómur vofir yfir níu manns, heldur fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir „árás á Alþingi". Í hverju fólst „árásin"? Jú, að ætla að hafa háreysti á opnum þingpöllum, í mótmælaskyni. Þingverðir lokuðu pöllunum, og meinuðu fólkinu aðgang. Lögregla var send á vettvang, króaði fólkið af í stiganum en hleypti því loks út. Að þetta atvik feli í sér árás á Alþingi, en það geri til dæmis ekki búsáhaldabyltingin í janúar 2009, þegar þúsundir rufu þinghald svo þingmenn voru fluttir burt í lögreglufylgd og ríkisstjórn féll, er taktísk túlkun atburða, ákvörðun um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ásetningurinn með ákærunni er útskúfun og refsing fárra, sem hótun til allra þeirra sem gætu viljað byrsta sig á ný. Einu sinni áður hefur verið ákært fyrir árás á Alþingi: eftir mótmælin við þinghúsið 30. mars 1949. Það var „trylltur hvítliðaskríll" samkvæmt Þjóðviljanum sem þá fékk lögreglukylfur til að berja „trylltan kommúnistaskríl", að sögn Morgunblaðsins. Tuttugu mótmælendur voru ákærðir og dæmdir. Sex þeirra misstu kosningarétt og kjörgengi. Um síðir var þeim öllum veitt full sakaruppgjöf, enda dómurinn skýrt mannréttindabrot. Tyftunin entist hins vegar í tæpan mannsaldur: þátttaka í mótmælum varð ekki almenn á ný þar til haustið 2008. Að stjórnvöld fari fram í órétti dregur þannig ekki úr getu þeirra til að kæfa andóf, brjóta vilja og vanvirða líf. Sviðsetning valdsins Um miðjan apríl 2010 mættu eitt hundrað manns á áhorfendabekk í Héraðsdómi til að fylgjast með framvindu dómsmálsins: mættu, horfðu, hlustuðu og þögðu. Dómari ákvað að við þetta yrði ekki unað. Þegar rétturinn kom næst saman, 30. apríl, hafði dómari takmarkað hverjir mega nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til að sækja opin réttarhöld: Þeir 25 sem fá sæti. Fjölmennt lögreglulið var á staðnum, til að sviðsetja það sem Stefán Eiríksson lögreglustjóri nefndi síðar um daginn „leikrit". Hlutverk lögreglu var að hleypa réttarhaldinu upp með því að handtaka tvo áhorfendur í salnum fyrir að vera tveimur of margir. Öllum var brugðið. Sumir grétu. „Þið leikið ykkar hlutverk," sagði lögreglustjóri að viðstöddum útvarpsmanni, „við leikum okkar." Verjandi fór þess á leit við dómarann að fenginn yrði stærri salur næst til að lögregla héldi ekki áfram að græta gesti réttarins að ósekju. Dómarinn svaraði: „Hér inni er það ég sem ræð," tók upp símtól, hringdi í afgreiðslu dómstólsins, heilsaði ritaranum og sagði: „Ætlarðu að taka frá sama sal fyrir mig 12. maí."Plastdolluríkið Guðmundur Andri Thorsson birti á dögunum grein þar sem hann rifjaði upp skýrslu Forsætisráðuneytisins um „ímynd Íslands" frá vorinu 2008, ímynd sem skyldi efla undir kjörorðinu „Kraftur, friður, frelsi". Í greininni sagði hann skýrsluna og ásetninginn að baki vera til marks um fasisma. Greinina nefndi hann raunar „Fasisminn í hlaðinu". Þessu orði hefur ekki verið beitt á prenti, um íslenskar valdastofnanir, langalengi. Guðmundur Andri sagðist feginn því að „áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni," væri liðin tíð. En það er hún ekki. Í byrjun maí kynnti Iðnaðarráðherra markaðsátak til að bregðast við ímyndarskaðanum sem gos undir Eyjafjallajökli hefur valdið Íslandi. 700 milljón króna áætlunin miðast við að nýta „tengslanet almennings" og fá alla Íslendinga til að „segja söguna eins og hún er - vinum okkar, samstarfsfólki og kunningjum í öðrum löndum … kynna kraftinn í stórbrotinni náttúru okkar, náttúrunni sem hefur gert okkur að því sem við erum." Til að „sýna hver við raunverulega erum og hvernig daglegt líf gengur fyrir sig á Íslandi". Það ætti ekki að koma á óvart að þetta verkefni, og önnur framundan, grundvallast á hugmyndum skýrslunnar vandræðalegu og hálf-fasísku. Áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni. Ef við stundum líf okkar sem Tupperware kynningu, getum við nú grætt á daginn og á kvöldin. Farsinn í hlaðinu Auðvitað heitir það ekki lygi að lofa vöru, heldur ímyndarsköpun. Það væri því ónákvæmt að tala um lygara, en þeir sem leggja harðast að sér við sköpun ímynda eiga stundum erfitt með að horfast í augu við raunveruleikann. Líklega voru ráðherrar að fara yfir plastdollukynninguna á ríkisstjórnarfundinum þann 30. apríl, á meðan áhugafólki um réttarfar var vísað frá sýningu vegna sætaskorts. Vegna þess að þar með var fólk á torginu þótti rétt að lauma ráðherrum bakdyramegin út úr Stjórnarráðinu og flytja þá burt í lögreglufylgd. Kannski eru stjórnvöld bara að grínast. Endurflytja gamlan harmleik sem farsa. Kannski segir dómarinn bara „Djók!" þann 12. maí, þegar rétturinn kemur næst saman. Ef ekki gæti þetta orðið ansi kostnaðarsamt. Þar sem sameiginlegur orðaforði ráðamanna snýst um plastdollur og peninga er rétt að þýða þetta svo það skiljist: pólitískar ofsóknir, mannréttindabrot og valdníðsla er ekki heppileg fyrir ímynd landsins. Gæti kostað monní, fleiri myndir af lundum, sundlaugum og sætum húsum. Til að dylja hver við raunverulega erum og hvernig daglegt líf gengur fyrir sig á Íslandi. Ljúga hærra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun