Háskólar í mótun 1. október 2010 06:00 Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun