Dagur Kári margfalt fórnarlamb öskunnar 28. apríl 2010 08:00 Paul Dano komst á frumsýninguna sem Dagur segir að hafi gengið vel. Getty Images/Nordic Photos Kvikmyndin The Good Heart var frumsýnd við hátíðlega athöfn í Landmark Sunshine-kvikmyndahúsinu í New York. Askan frá Eyjafjallajökli setti smá strik í reikninginn. „Ég átti að koma heim á laugardaginn en þá var öllu flugi aflýst. Ég er bara að bíða eftir opnum glugga, vonandi verður það á morgun [í dag]," segir kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári Pétursson. Kvikmynd hans The Good Heart var frumsýnd í síðustu viku í New York að viðstöddum einum af aðalleikurum myndarinnar, Paul Dano. Brian Cox, sem leikur hitt aðalhlutverkið, gat ekki verið viðstaddur sýninguna því hann var fastur í Belgrad vegna eldgossins og öskunnar frá Eyjafjallajökli. Dagur segir frumsýninguna engu síður hafa gengið mjög vel. Og að eldgosið hafi eilítið hjálpað til við kynningu á myndinni. Þannig var BBC með nokkuð ítarlegt innslag um myndina og í því kemur fram að Ísland hafi upp á meira að bjóða en bara Ísland. „Ég hef nú nokkrum sinnum komið til New York og fólk hefur varla vitað að Ísland væri til. En undanfarin tvö ár hefur landið verið nánast stanslaust í heimspressunni og maður má varla fara út í sjoppu án þess að lenda í hrókasamræðum um ástandið heima," segir Dagur og bætir því við að fram að þessu hafi flestir haldið að „Iceland" væri bara skautahöll. En askan frá föðurlandinu setti fleira úr skorðum hjá Degi því The Good Heart var kjörin besta kvikmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kraká í Póllandi. „Ég komst ekki út af tveimur ástæðum; annars vegar var búið að lýsa yfir þjóðarsorg í Póllandi út af sviplegu andláti forsetans og hins vegar var ekkert flogið til Póllands út af eldgosinu," segir Dagur en samkvæmt visir.is eru verðlaunin ekkert slor heldur rúm ein milljón íslenskra króna. „Já, ég hafði heyrt af þessari upphæð en ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé þetta með mínum eigin augum." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Tengdar fréttir Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká. 27. apríl 2010 11:00 Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin The Good Heart var frumsýnd við hátíðlega athöfn í Landmark Sunshine-kvikmyndahúsinu í New York. Askan frá Eyjafjallajökli setti smá strik í reikninginn. „Ég átti að koma heim á laugardaginn en þá var öllu flugi aflýst. Ég er bara að bíða eftir opnum glugga, vonandi verður það á morgun [í dag]," segir kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári Pétursson. Kvikmynd hans The Good Heart var frumsýnd í síðustu viku í New York að viðstöddum einum af aðalleikurum myndarinnar, Paul Dano. Brian Cox, sem leikur hitt aðalhlutverkið, gat ekki verið viðstaddur sýninguna því hann var fastur í Belgrad vegna eldgossins og öskunnar frá Eyjafjallajökli. Dagur segir frumsýninguna engu síður hafa gengið mjög vel. Og að eldgosið hafi eilítið hjálpað til við kynningu á myndinni. Þannig var BBC með nokkuð ítarlegt innslag um myndina og í því kemur fram að Ísland hafi upp á meira að bjóða en bara Ísland. „Ég hef nú nokkrum sinnum komið til New York og fólk hefur varla vitað að Ísland væri til. En undanfarin tvö ár hefur landið verið nánast stanslaust í heimspressunni og maður má varla fara út í sjoppu án þess að lenda í hrókasamræðum um ástandið heima," segir Dagur og bætir því við að fram að þessu hafi flestir haldið að „Iceland" væri bara skautahöll. En askan frá föðurlandinu setti fleira úr skorðum hjá Degi því The Good Heart var kjörin besta kvikmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kraká í Póllandi. „Ég komst ekki út af tveimur ástæðum; annars vegar var búið að lýsa yfir þjóðarsorg í Póllandi út af sviplegu andláti forsetans og hins vegar var ekkert flogið til Póllands út af eldgosinu," segir Dagur en samkvæmt visir.is eru verðlaunin ekkert slor heldur rúm ein milljón íslenskra króna. „Já, ég hafði heyrt af þessari upphæð en ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé þetta með mínum eigin augum." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Tengdar fréttir Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká. 27. apríl 2010 11:00 Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká. 27. apríl 2010 11:00
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið