Valsstúlkur taka á móti FH sem situr í neðsta sætinu. Þór/KA verður því hreinlega að vinna leikinn til að halda pressunni á Íslandsmeisturunum sem eru með fjögurra stiga forskot fyrir leiki kvöldsins. Það á auk þess leik til góða á Breiðablik sem er í þriðja sætinu með sex stigum minna en Valur.
Leikir kvöldsins:
Grindavík-Stjarnan
Valur-FH
Breiðablik-Þór/KA
Haukar-Fylkir
Afturelding-KR
Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Breiðablik tekur á móti Þór/KA í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna en heil umferð fer fram í deildinni í kvöld. Liðin eru í öðru og þriðja sætinu á eftir Val.
Valsstúlkur taka á móti botnliði FH og eru með fjögurra stiga forystu á Þór/KA sem er í öðru sætinu. Akureyrarliðið verður því hreinlega að vinna til að halda pressunni á Val til að Íslandsmótið klárist hreinlega ekki í júlí.