Sjúkraflug í öskufalli bíður vottunar 14. maí 2010 05:00 Síðastliðinn föstudag skrifaði Mýflug undir saming við Sjúkratryggingar Íslands um að taka tímabundið við sjúkraflugi í Vestmannaeyjum. Myndin er frá sjúkraflugi Mýflugs frá Eskifirði árið 2006. Mynd/Hörður Geirsson Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira