Sjúkraflug í öskufalli bíður vottunar 14. maí 2010 05:00 Síðastliðinn föstudag skrifaði Mýflug undir saming við Sjúkratryggingar Íslands um að taka tímabundið við sjúkraflugi í Vestmannaeyjum. Myndin er frá sjúkraflugi Mýflugs frá Eskifirði árið 2006. Mynd/Hörður Geirsson Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira