Ógeðið Freddy Krueger slær aftur í gegn 6. maí 2010 05:30 Leikarinn Jackie Earle Haley er á öðrum slóðum í hryllingsmyndinni en þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í vor. Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Krueger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvikmyndahúsagesti. Og svo virðist sem bandarískir kvikmyndaáhugamenn hafi saknað herra Kruegers því myndin slátraði allri samkeppni um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn rúmlega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kostum á móti Kate Winslet og Jennifer Connelly. Hann er á eilítið annarri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Hann er þó ekki algjör nýliði í grímubransanum í bíómyndum þar sem hann fór með hlutverk Rorschach í Watchmen hér um árið. Hér má sjá sýnishornið úr nýju Nightmare on Elm Street. Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Krueger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvikmyndahúsagesti. Og svo virðist sem bandarískir kvikmyndaáhugamenn hafi saknað herra Kruegers því myndin slátraði allri samkeppni um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn rúmlega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kostum á móti Kate Winslet og Jennifer Connelly. Hann er á eilítið annarri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Hann er þó ekki algjör nýliði í grímubransanum í bíómyndum þar sem hann fór með hlutverk Rorschach í Watchmen hér um árið. Hér má sjá sýnishornið úr nýju Nightmare on Elm Street.
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira