Vöktun á náttúruvá Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. júlí 2010 06:00 Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun