Brasilíski framherjinn Julio Baptista er í viðræðum við Ítalíumeistara Inter og vonast umboðsmaður hans til þess að leikmaðurinn verði farinn til Inter innan tveggja vikna.
Baptista er á mála hjá Roma en til greina kemur að Nicolas Burdisso, sem er á láni hjá Roma frá Inter, verði settur upp í kaupin.
Brasilíumaðurinn hefur víða komið við á sínum ferli og það kemur því ekki á óvart að hann ætli sér að skipta um félag enn eina ferðina.