Hvers vegna aðild að ESB nú? 24. júní 2010 06:00 Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun