Guðmundur Franklín Jónsson: Spilling lífeyrissjóðanna? 3. maí 2010 05:00 Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun