Víkingar ætla sér rakleiðis upp í N1-deild karla í handbolta næsta vetur. Þeir fengu liðsstyrk í vikunni þegar Brynjar Hreggviðsson samdi að nýju við félagið.
Byrnjar kemur frá HK en hann er uppalinn í Víkinni.
Þá hefur félagið einni samið við Heiðar Örn Arnarson og endurnýjað samninga við Kristinn Guðmundsson, Jóhann Reyni Gunnlaugsson, Hermann Jóhannsson, Sigurð Örn Karlsson, Brynjar Loftsson og Jón Árna Traustason.

