Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénun 21. apríl 2010 11:41 Gosið í Eyjafjallajökli. Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénum. Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Upplýsingafundir sérfræðinga voru haldnir í upplýsingamiðstöðvunum í Skógarhlíð og í Hvoli á Hvolsvelli í morgun. Páll Einarsson og Sigurður R. Gíslason, frá Jarðvísindastofnun HÍ, og Guðrún Nína Petersen frá Veðurstofu Íslands voru á fundinum í Skógarhlíð. Ármann Höskuldsson og Martin Hensch, frá Jarðvísindastofnun HÍ, voru á fundinum á Hvoli. Á fundinum í Skógarhlíð kom fram að engin merki eru um að gosið sé í rénun, en öskumyndun er töluvert minni en verið hefur. Samsetning öskunnar er óbreytt en flúorinnihald hennar hefur aukist talsvert (800 mg/kg). Ekkert bendir þó enn til þess að forða þurfi skepnum í hús strax. Fylgst verður grannt áfram með flúorinnihaldinu. Gosstrókurinn er mjög lágur og mælist ekki á ratsjá. Ekki er gert ráð fyrir að aska nái upp að 20.000 fetum (6 - 7 km) á næstu dögum. Öskufall verður áfram suður og suðaustur af jöklinum í dag en vindátt snýst svo í NA og mun öskufallið færast í suðvestur í kvöld. Spáð er hægum vindi. Það, ásamt lítilli öskumyndun, gerir að verkum að askan mun ekki falla langt frá gosstöðvunum. Engar líkur eru á öskufalli suðvestanlands. Veðurstofan spáir því að öskufallið verði mjög nálægt gosstöðvunum næstu fjóra daga. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Upplýsingafundir sérfræðinga voru haldnir í upplýsingamiðstöðvunum í Skógarhlíð og í Hvoli á Hvolsvelli í morgun. Páll Einarsson og Sigurður R. Gíslason, frá Jarðvísindastofnun HÍ, og Guðrún Nína Petersen frá Veðurstofu Íslands voru á fundinum í Skógarhlíð. Ármann Höskuldsson og Martin Hensch, frá Jarðvísindastofnun HÍ, voru á fundinum á Hvoli. Á fundinum í Skógarhlíð kom fram að engin merki eru um að gosið sé í rénun, en öskumyndun er töluvert minni en verið hefur. Samsetning öskunnar er óbreytt en flúorinnihald hennar hefur aukist talsvert (800 mg/kg). Ekkert bendir þó enn til þess að forða þurfi skepnum í hús strax. Fylgst verður grannt áfram með flúorinnihaldinu. Gosstrókurinn er mjög lágur og mælist ekki á ratsjá. Ekki er gert ráð fyrir að aska nái upp að 20.000 fetum (6 - 7 km) á næstu dögum. Öskufall verður áfram suður og suðaustur af jöklinum í dag en vindátt snýst svo í NA og mun öskufallið færast í suðvestur í kvöld. Spáð er hægum vindi. Það, ásamt lítilli öskumyndun, gerir að verkum að askan mun ekki falla langt frá gosstöðvunum. Engar líkur eru á öskufalli suðvestanlands. Veðurstofan spáir því að öskufallið verði mjög nálægt gosstöðvunum næstu fjóra daga.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira