Breiðablik og Valur mætast í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni kvenna en þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra. Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Valur er núverandi bikarmeistari eftir að hafa unnið Blika 5-1 í úrslitaleiknum á síðasta ári.
Öll tíu liðin í Pepsi-deild kvenna komu beint inn í 16-liða úrslitin en þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á fyrirkomulagi keppninnar.
16-liða úrslitin:
Tindastóll/Neisti - Grindavík
Þór/KA - Fjarðabyggð/Leiknir
Stjarnan - KR
FH - Selfoss
Haukar - Afturelding
Breiðablik - Valur
ÍBV - ÍA
Völsungur - Fylkir