Fótbolti

Meiðslavandræði AC Milan aukast - Pato með rifinn vöðva

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandre Pato, framherji AC Milan, hefur verið óheppinn með meiðsli í vetur.
Alexandre Pato, framherji AC Milan, hefur verið óheppinn með meiðsli í vetur. Mynd/AFP
Alexandre Pato, framherji AC Milan, verður frá keppni í næstu leikjum eftir að hann reif vöðva í fæti í leik liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina.

Pato bætist þar með í hóp stórstjarna á meiðslalista liðsins þar sem fyrir eru menn eins og Alessandro Nesta og David Beckham. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem Pato þarf að eyða tíma á sjúkrabekknum í vetur.

Alexandre Pato yfirgaf völlinn eftir aðeins 14 mínútur í 1-1 jafntefli AC Milan og Napoli um helgina. Það er ekki ljóst hve lengi Brasilíumaðurinn verður frá keppni en hann missir þó örugglega af næstu leikjum liðsins.

AC Milan er í hörkukeppni um ítalska meistaratitilinn við nágranna sína í Inter Milan en Inter er með eins stigs forskot eftir leiki helgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×