Þórunn Sveinbjarnardóttir: Akstur í boði SORPU Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. apríl 2010 06:00 Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun