
Fótbolti
Roma segir tilgangslaust fyrir félög að bjóða í De Rossi

Daniele De Rossi, leikmaður Roma, er eftirsóttur þessa dagana en Roma hefur sent skýr skilaboð og sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu. Hann hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Manchester City en félagið er sagt hafa neitað 45 milljóna punda tilboði í leikmanninn. Daniele De Rossi verður samkvæmt þessu áfram í herbúðum rómverja þar sem félagið ætlar ekki að samþykkja neitt tilboð í þennan magnaða Ítala.