„…tillit til sérstöðu Íslands og væntinga…“ Össur Skarphéðinsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun