Það verða Stjörnukonur sem mæta Íslands- og bikarmeisturum Vals í úrslitaleik VISA-bikar kvenna 15. ágúst næstkomandi. Stjarnan sló út b-deildarlið ÍBV með 2-1 sigri í Eyjum í dag.
Fyrra mark Stjörnunnar var sjálfsmark Eyjastúlkna á lokamínútu fyrri hálfleiks en Lindsay Schwartz kom Stjörnuni í 2-0 eftir 56 mínútna leik.
Antonia Roberta Carelse minnkaði muninn fyrir ÍBV fjórum mínútum seinna en nær komust Eyjastúlkur ekki.
Stjarnan er þar með komið í bikaúrslitaleikinn í fyrsta sinn síðan 1993 en liðið mætir þar Val sem hafði slegið þær út úr undanúrslitunum tvö síðustu ár.
Upplýsingar um markaskorara í Eyjum í dag eru fengnar af netmiðlinum fótbolta.net.
Stjarnan í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sautján ár
