Umfjöllun: Sannfærandi Valsstúlkur í góðri stöðu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 20. apríl 2010 21:01 Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals. Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira