Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. maí 2010 11:30 Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar