Umfjöllun: Danir unnu Íslendinga með einu marki Hjalti Þór Hreinsson skrifar 9. júní 2010 20:51 Sverra Jakobsson í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira