Handbolti

Hanna Guðrún með 31 mark í sigrunum tveimur á Bretum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Mynd/Anton

Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór heldur betur á kostum í tveimur leikjum íslenska kvennalandsliðsins á móti Bretum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta.

Íslenska liðið vann báða leikina með 11 og 20 marka mun og er þar með í frábærri stöðu til að tryggja sér sæti í úrslitamóti Evrópumótsins í fyrsta sinn.

Hanna skoraði 14 mörk í 27-16 sigri á Bretum í London á miðvikudaginn og gerði síðan enn betur í dag þegar hún skoraði 17 mörk í 40-20 sigri á Bretum í Laugardalshöllinni.

Ísland-Bretland 40-20 (23-9)

Mörk Íslands: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 17, Stella Sigurðardóttir 5, Karen Knútsdóttir 5, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Erna Þráinsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×