Olga Færseth, ein allra mesta markadrottning í sögu íslenska kvennafótboltans, hefur tekið skóna úr hillunni. Síðast lék hún 2008 með KR. Þetta kemur fram á vefsíðunni sunnlenska.is.
Olga gengur til liðs við Selfoss sem leikur í 1. deild undir stjórn Helenu Ólafsdóttur. Selfossliðinu hefur gengið allt í haginn í sumar og unnið alla ellefu leiki sína í deildinni.
Olga er fædd 1975 og er langmarkahæst þeirra sem leikið hafa í efstu deild, hefur skorað 269 mörk í 217 leikjum.