Af atvinnusköpun og fjöldamorðum 24. september 2010 06:00 Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar