Það voru margir jafnir og spennandi leikir í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Fylkir vann 3-1 sigur á nýliðum FH en í þremur öðrum leikjum unnu Breiðablik, Haukar og Afturelding öll 1-0 sigur.
Afturelding vann 1-0 sigur á Grindavík þar sem Telma Þrastardóttir skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Þetta var annar sigur Aftureldingar í röð en Telma skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á FH.
Ashley Myers tryggði Haukum óvæntan 1-0 útisigur á Stjörnunni en þetta voru fyrstu stig nýliða Hauka á þessu tímabili eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum með markatölunni 1-11.
Jóna Kristín Hauksdóttir tryggði Blikum 1-0 útisigur á KR en systir hennar hafði tryggt Blikum þrjú stig í leiknum á undan. Þessir tveir sigrar hafa komið Breiðabliki upp í annað sæti deildarinnar.
Anna Björg Björnsdóttir skoraði tvö mörk og þær Laufey Björnsdóttir og Rúna Sif Stefánsdóttir voru með eitt mark hvor í 4-2 sigri Fylkis á FH í Kaplakrika. Sigríður Guðmundsdóttir og Guðrún Björg Eggertsdóttir minnkuðu muninn fyrir FH.
Upplýsingar um markaskorar eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.
Þrír 1-0 sigrar í Pepsi-deild kvenna í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
