Enski boltinn

Robin van Persie kemur ekki til baka fyrr en um miðjan október

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie sést hér eftir að hann meiddist á móti Blackburn.
Robin van Persie sést hér eftir að hann meiddist á móti Blackburn. Mynd/AP
Robin van Persie, framherji Arsenal, verður lengur frá en í fyrstu var talið en Hollendingurinn snjalli meiddist á ökkla í 2-1 sigri á Blackburn 28. ágúst. Samkvæmt nýjasta mati læknaliðs Arsenal verður hann frá keppni í það minnsta fram í miðjan október.

Í fyrstu var því spáð að Robin van Persie myndi aðeins vera frá í nokkrar vikur en meiðslin reyndust vera alvarlegri. Van Persie missti af fimm mánuðum á síðasta tímabili einnig vegna ökklameiðsla en þá meiddist hann í landsleik.

Robin van Persie missir örugglega af tveimur fyrstu leikjum Arsenal í Meistaradeildinni auk þess að Arsenal mun að öllum líkindum leika næstu fimm deildarleiki án hans þar á meðal nágrannaslagina við Tottenham 21. september og Chelsea 3. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×