Getur valdið lungnaskaða 17. apríl 2010 02:00 Eyjafjallajökull. Mynd Signý. Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira