Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.
„Kvennaráð Grindavíkur þakkar Gunnari fyrir frábær störf í þágu kvennaknattspyrnunnar í Grindavík og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Kvennaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur," segir í tilkynningunni.
Grindavík bjargaði endanlega sæti sínu í Pepsi-deild kvenna með glæsilegum 4-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni en liðið hafnaði í 7. sæti með 18 stig út úr leikjunum átján. Grindavík varð í sama sæti árið á undan eftir að hafa komist upp í deildina á fyrsta ári Gunnars með liðið.
Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
