Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan 19. nóvember 2010 07:15 Edvard G. Guðnason hélt erindi um sæstrenginn á fundi Landsvirkjunar, Innovit og Háskólans í Reykjavík í gær um nýsköpun í orkugeiranum.fréttablaðið/stefán Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira