Góðar konur Eygló Harðardóttir skrifar 18. desember 2010 06:00 Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun