Fótbolti

Dossena sannfærður um að það sé líf eftir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Dossena í leik með Liverpool í Meistaradeildinni.
Andrea Dossena í leik með Liverpool í Meistaradeildinni. Mynd/AFP

Andrea Dossena hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem leikmaður Napoli í morgun en hann er búinn að gera fjögurra ára samning við ítalska liðið eftir að hafa losað sig frá Liverpool þar sem hann náði aðeins að leika 30 leiki.

„Mazzarri þjálfari hefur séð áhugann og einbeitinguna í andliti mínu og þá er maður alltaf velkominn. Ég veit samt að ég þarf að berjast fyrir sæti mínu," sagði Andrea Dossena sem æfði með Napoli fyrir leikinn á móti Sampdoria í gær en var þó ekki í hópnum.

„Ég sá hvernig stjórinn undirbjó leikinn og ég trúi því að ég geti orðið mikilvægur hlekkur í kerfi liðsins. Ég get ekki beðið eftir því að komast inn á völlinn," sagði Dossena en Napoli er í 3. sæti ítölsku deildarinnar eftir 1-0 sigurinn á Sampdoria.

„Það eru ennþá 19 leikir eftir af tímabilinu og það eru enn sex eða sjö félög að berjast um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina. Við leikmennirnir dreymir um að enda ofarlega og svo gera stuðningsmennirnir einnig," sagði Dossena og hver veit nema að hann verði í Meistaradeildinni næsta tímabili en ekki gömlu félagar hans í Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×